Gestur okkar í Seinni níu þessa vikuna er enginn annar en Bjarni Benediktsson, fyrrverandi forsætisráðherra. Hann steig nýverið úr stóli formanns Sjálfstæðisflokksins eftir að hafa leitt flokkinn frá árinu 2009. Bjarni byrjaði í golfi þegar hann var í háskólanámi í Miami og ætlar sér nú að taka golfið föstum tökum eftir að hafa spilað lítið síðustu ár – stjórnmálin voru einfaldlega að flækjast fyrir.
Bjarni er með um það bil 23 í forgjöf, en markmið hans fyrir árið er að lækka hana niður fyrir 20. Stóra áskorun ársins er þó að sannfæra maka sinn um að hefja golfiðkun.
Í þættinum er farið víða. Við ræðum afnám vörugjalda á golfkylfur og fatnað, sem hafði mjög jákvæð áhrif á verð golfvara í samanburði við nágrannalöndin. Bjarni segir okkur stuttlega frá samtali sínu við Donald Trump Bandaríkjaforseta sem þeir áttu seint á síðasta ári. Jafnframt deilir hann skemmtilegri sögu af því þegar hann mætti með golfsettið í fjármálaráðuneytið – bjartsýnn um að hann gæti laumað sér í golf.
Að lokum velur Bjarni draumahollið sitt, en Logi kynnir einnig lista yfir fimm bestu upphafsholurnar fyrir Seinni níu, sem er afar áhugaverð umræða.
Seinni Níu er í boði:
✈️- PLAY
💊- Unbroken
👟- ECCO
🥻 - J. Lindeberg - ntc.is
⛳- Eagle Golfferðir
🚗- XPENG
🧼- Lindin bílaþvottastöð
🏚️ - Betri stofan fasteignasala
🏌️♀️- Golfhöllin