Gestur okkar þessa vikuna í Seinni níu er Andri Ólafsson sem
starfar sem samskiptastjóri hjá Landspítala Íslands Andri var á árum áður öflugur fjölmiðlamaður og tengist enn fjölmiðlum með því að halda úti þáttum á Stöð 2
Sport um NFL. Hann stendur einnig að nýrri sjónvarpsþáttaröð um Kanann.
Andri byrjaði í golfi fyrir nokkrum árum. Hann leggur mikið
upp út því að líta vel út á golfvellinum og að vera snyrtilegur til fara. Það vegur vel upp á móti því að vera með um 20 í forgjöf.
Andri tók sér reyndar frí frá golfi í sumar vegna framkvæmda
en stefnir á að komast niður í 18 í forgjöf á næsta tímabili. Við fáum að heyra magnaða frásögn þegar Andra var slaufað á miðjum golfhring. Svo ræðir Andri aðeins við okkur um komandi Alþingiskosningar.
Frábært spjall þar sem farið er um víðan völl einum lengsta
þætti okkar til þessa. Logi var óvænt mættur aftur til Íslands sem gerði spjallið þeim mun skemmtilegra.
PLAY - Unbroken - ECCO - Eagle Golfferðir - XPENG - Lindin bílaþvottastöð - Betri stofan fasteignasala- Golfhöllin