Við fengum góðan gest í Seinni níu þessa vikuna en Ólafur Þór Ágústsson, framkvæmdastjóri hjá Golfklúbbnum Keili kíkti í heimsókn til okkar. Það er nóg um að vera hjá kappanum þessa daganna enda fer Íslandsmótið í golfi fram á Hvaleyrarvelli um helgina.
Ólafur byrjaði ungur að starfa hjá Golfklúbbnum Keili, fyrst sem vallarstarfsmaður og vallarstjóri en er í dag framkvæmdastjóri. Hann tók við af föður sínum og óhætt að segja að fjölskyldan tengist Keili afar sterkum böndum.
Í þættinum hituðum við upp fyrir Íslandsmótið í golfi, fórum yfir stöðuna á Hvaleyrarvelli og þær breytingar sem gerðar hafa verið á Hvaleyrinni. Einnig ræðum er farið yfir þá ótrúlegu fjölgun sem er að eiga sér stað í golfinu sem að mati Ólafs er ekki síst golfhermum og tækni að þakka.
Óli Þór velur draumahollið, rifjum aðeins upp Canon mótin sem fram fóru á Hvaleyrarvelli og svo rifjar Óli það upp þegar hann varð í öðru sæti á Íslandsmótinu í holukeppni.
Frábær þáttur og auðvitað á léttum nótum.
Seinni níu er í boði:
✈️- PLAY
💊- Unbroken
👟- ECCO
🥻 - J. Lindeberg - ntc.is
⛳- Eagle Golfferðir
🚗- XPENG - xpeng.com/is
🧼- Lindin bílaþvottastöð
🏚️ - Betri stofan fasteignasala
🏌️♀️- Golfsvítan
🛺- Excar.is golfbílar
😎 - Nivea
🏌️♀️- Golfskálinn golfverslun
🥑 - Hjá Höllu
👷♂️ - Giggo