Blótsflaumur forseta Alþingis hefur dregið dilk á eftir sér og nú rísa stjórnmálaflokkar upp gegn fyrirhuguðu skipulagi borgarlínunnar. Þá keppa Íslendingar ekki í Eurovision meðan gyðingar taka þar þátt.Í fyrsta hluta þáttarins mæta þau Eggert Skúlason, fjölmiðlamaður með meiru og Unnur Brá Konráðsdóttir, fyrrverandi forseti Alþingis og stjórnarmaður í RÚV og ræða fréttir vikunnar.
Þar ræða þau meðal annars um hvort Þórunni Sveinbjarnardóttur, forseta þingsins, sé sætt eftir að hún kallaði stjórnarandstöðuþingmenn „djöfulsins, helvítis andskotans pakk.“Borgarlína í brennidepli
Í öðrum hlutanum ræða þau Einar Þorsteinsson, fyrrverandi borgarstjóri og oddviti Framsóknarflokksins í borgarstjórn og Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins á sama vettvangi um borgarmálin.
Í morgun greindi Morgunblaðið frá því að óeining sé innan borgarstjórnar um nýja deiliskipulagstillögu vegna borgarlínu eins og henni er ætlað að liggja um Suðurlandsbraut.
Þá berst talið einnig að Brákarborg, ónýtum leikskóla en nýreistum sem kostað hefur borgarbúa 3.200 milljónir króna nú þegar og enn má búast við að kostnaðurinn færist í aukana.
Gaf skít í Spotify
Í þriðja og síðasta hluta þáttarins er svo rætt við Fannar Inga Friðþjófsson, forsprakka Hipsumhaps en hann tók afdrifaríka ákvörðun í lok nóvember þegar hann tók efni sitt út af efnisveitunni Spotify.
Sneisafullur þáttur af öflugri og upplýsandi umræðu við áhugavert fólk.