Share Spursmál
Share to email
Share to Facebook
Share to X
By Ritstjórn Morgunblaðsins
5
11 ratings
The podcast currently has 53 episodes available.
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, situr fyrir svörum í leiðtogaspjalli undir stjórn Stefáns Einars Stefánssonar í Spursmálum. Fylgi flokksins hefur verið að mælast við frostmark í skoðanakönnunum undanfarið. Samkvæmt tölum frá liðinni viku er alls kostar óvíst hvort Framsókn komi til með að ná manni inn á þing.
Í þættinum svarar Sigurður Ingi fyrir fylgið sem er í sögulegu lágmarki sem stendur og verður hann meðal annars spurður út í hvaða brögðum hann ætli að beita til að reisa fylgi flokksins við í yfirstandandi kosningabaráttu.
Auk Sigurðar Inga mæta þau Orri Páll Jóhannsson, þingmaður Vinstri grænna, og Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir, sem situr í 2. sæti á lista Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi, í settið til að kryfja helstu fréttir í líðandi viku.
Að vanda færir Andrés Magnússon, fulltrúi ritstjóra á Morgunblaðinu, fregnir af sjóðheitum tölum úr skoðanakönnun Prósents í þætti dagsins. Þar rýnir hann og ræðir stöðuna á hinu pólitíska sviði ásamt Stefáni Einari þar sem ljóst er að Samfylkingin lækkar nú flugið.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, gæti staðið með pálmann í höndunum að loknum kosningum ef þær fara eins og kannanir benda nú til. Vill hún vinstri- eða hægristjórn?
Á vettvang Spursmála mæta einnig stjórnmálafræðiprófessorinn Eiríkur Bergmann Einarsson og Brynjólfur Gauti Guðrúnar Jónsson, doktorsnemi í tölfræði við Háskóla Íslands. Hann heldur úti vefsíðunni www.metill.is þar sem gefin er út kosningaspá, byggð á nýjustu könnunum á fylgi flokkanna.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins situr fyrir svörum í leiðtogaspjalli undir stjórn Stefáns Einars Stefánssonar í nýjasta þætti Spursmála.
Flokkur Sigmundar Davíðs hefur verið í sókn að undanförnu og nú hefur hann, líkt og aðrir, kynnt oddvita í hverju kjördæmi ásamt framboðslistum.
Hvert stefni Sigmundur ef niðurstaða kosninga verður með þeim hætti sem kannanir gefa til kynna? Sér hann samstarfsflöt við aðra flokk og hvar er hann reiðubúinn að gefa eftir?
Auk Sigmundar mættu þau Erna Mist Yamagata, listakona og pistlahöfundur, sem situr í 9. sæti á framboðslista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður, og Hermann Nökkvi Gunnarsson, blaðamaður á Morgunblaðinu og sérfræðingur í bandarískum stjórnmálum, í settið til að fara yfir það sem er efst á baugi á hinu pólitíska sviði hérlendis og erlendis.
Líkt og undanfarna föstudaga mætti Andrés Magnússon, fulltrúi ritstjóra Morgunblaðsins, til leiks og fór yfir nýjustu tölur úr skoðanakönnun Prósents í þættinum og varpaði ljósi á fylgi flokkanna sem bjóða fram á landsvísu.
Öll spjót standa á Kristrúnu Frostadóttur formanni Samfylkingar en flokkur hennar mælist enn sem fyrr stærstur í öllum skoðanakönnunum.
Kristrún mætir nú í Spursmál og svarar fyrir stefnu flokksins, sem þessar kannanir benda til að muni hljóta framgang að loknum kosningum. Ætlar Kristrún að hækka skatta og ef svo er hvaða skatta? Hverju eiga auðlindagjöld að skila og hvernig lýsir Kristrún hinu svokallaða ehf.-gati sem Samfylkingunni er tíðrætt um.
Þá mæta þau Vala Garðarsdóttir fornleifafræðingur og Þórður Snær Júlíusson blaðamaður. Hún býður sig fram fyrir hönd Framsóknarflokksins og vermir 3. sætið í Suðvesturkjördæmi. Þórður Snær er í Samfylkingunni og situr í 3. sætinu í Reykjavík norður.
Þau fara yfir fréttir vikunnar, m.a. vendingar tengdar Jóni Gunnarssyni og njósnum sem sonur hans hefur orðið fyrir.
Sneisafullur þáttur af spennandi umræðu um stjórnmál dagsins og kosningarnar 30. nóvember næstkomandi.
Bjarni Benediktsson er gestur Stefáns í þetta skiptið. Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur flökkt talsvert síðustu vikur en flokknum hefur reynst erfitt að halda í þann árangur sem kom fram í könnunum í kjölfar þess að stjórninni var slitið.
Andrés Magnússon, fulltrúi ritstjóra á Morgunblaðinu fer yfir nýja könnun á fylgi flokka.
Þá mæta tveir fréttamenn RÚV í settið til Stefáns Einars og ræða fréttir vikunnar, bæði innlendar og erlendar. Það eru þau Oddur Þórðarson og Urður Örlygsdóttir.
Sneisafullur þáttur af áhugaverðum fréttum og lifandi umræðu um mikilvægustu málefni landsins.
Inga Sæland formaður Flokks fólksins situr fyrir svörum.
Má því segja að Flokkur fólksins sé á hvínandi siglingu þrátt fyrir að stefnumál flokksins séu enn frekar óljós. Það verður því athyglisvert að fylgjast með hvort breytingar kunni að verða á fylginu þegar stefnuskrá flokksins verður gerð opinber.
Í þættinum verður þjarmað að Ingu og knúið á um svör við því hver helstu áherslumál flokksins verða í þeirri kosningabaráttu sem nú stendur yfir og hvers verður að vænta af Flokki fólksins þegar að myndun nýrrar ríkisstjórnar kemur.
Svandís Svavarsdóttir formaður VG mætir Stefáni Einari í hressilegu spjalli um pólitíkina. Í skoðanakönnun Prósents í liðinni viku mældist flokkur Svandísar, Vinstrihreyfingin grænt framboð, með sögulega lágt fylgi. Svo virðist sem brotthvarf Katrínar Jakobsdóttur sé að draga dilk á eftir sér og hafi áhrif á fylgi flokksins í þeirri kosningabaráttu sem nú stendur yfir. Svandís hyggst nú leggja allt sitt kapp á að auka fylgi flokksins um land allt ásamt sínu fólki og verður spennandi að fylgjast með hvernig til tekst.
Auk hennar mæta þeir Gunnar Úlfarsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs og Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar í settið og rýna helstu fréttir vikunnar þar sem mest hefur farið fyrir stjórnmálunum.
Arnar Þór Jónsson, er formaður hins nýja Lýðræðisflokks. Hann vill fá umboð til þess að umbylta peningamarkaðnum á Íslandi, taka á djúpríkinu og í viðtalinu kynnir hann leiðir til þess að draga úr verðbólgu.
Auk hans eru þær mættar í Hádegismóana, þingkonurnar Þórunn Sveinbjarnardóttir og Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir. Flokkur Þórunnar er á mikilli siglingu og mælist trekk í trekk með 24% fylgi eða meira. Á sama tíma er Framsóknarflokkurinn, flokkur Rannveigar, í kröppum dansi og í sumum könnunum virðist hann á barmi þess að falla út af þingi. Það eru mikil tíðindi fyrir elsta stjórnmálaflokka landsins.
Þær stöllur ræða stöðuna í stjórnmálunum heima og Þórunn fer meðal annars yfir nýlega uppákomu þar sem Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, talaði niður til Dags B. Eggertssonar í tölvupóstsamskiptum við kjósanda.
Leiðtogaviðtölin halda áfram og að þessu sinni er gestur Spursmála Lenya Rún Taha Karim, sem vann frækinn sigur í prófkjöri Pírata í Reykjavík þar sem hún skaut reynslumiklum sitjandi þingmönnum aftur fyrir sig.
Í viðtalinu er rætt við Lenyu um stefnu Pírata í málum sem tengjast heilbrigðisþjónustu, skattheimtu, stöðu útlendinga og hælisleitenda og margt fleira.
Áður en að því kemur mæta þeir Bergþór Ólason, þingflokksformaður Miðflokksins og Brynjar Níelsson, fyrrum alþingismaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn á vettvang og ræða stöðuna í stjórnmálunum og glóðheitar tölur úr nýjustu könnun Prósents. Það er könnun sem unnin er fyrir Morgunblaðið og mbl.is.
Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi og leiðtogi Sósíalistaflokks Íslands í komandi þingkosningum, situr fyrir svörum í nýjasta þætti Spursmála.
AUk hennar mæta þingframbjóðendurnir Snorri Másson, sem sækist eftir oddvitasæti á lista Miðflokksins í Reykjavík, og Guðmundur Ari Sigurjónsson, sem að öllu óbreyttu mun skipa annað sæti á lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi.
Vegna komandi þingkosninga þann 30. nóvember verða tveir þættir af Spursmálum í hverri viku fram að kosningum, á þriðjudögum og föstudögum.
Meðal annars verður rætt við formenn flokkanna og hina ýmsu oddvita.
The podcast currently has 53 episodes available.
475 Listeners
153 Listeners
24 Listeners
29 Listeners
94 Listeners
27 Listeners
5 Listeners
71 Listeners
24 Listeners
27 Listeners
9 Listeners
24 Listeners
12 Listeners
0 Listeners
1 Listeners