Þórarinn ræðir við Kolbein H. Stefánsson um akademískt frelsi, útlendingamál og Háskóla Íslands. Akademískt frelsi hefur verið sérstaklega áberandi umræðuefni undanfarið eftir að Ingólfur Gíslason, aðjúnkt við deild menntunar og margbreytileika, tók þátt í mótmælum sem urðu til þess að ísraelski prófessorinn Gil S. Epstein gat ekki haldið erindi á vegum Háskóla Íslands.
Sama dag og hlaðvarpið var tekið upp, þó eftir, brást rektor Háskóla Íslands loks við með því að hvetja til aukinnar umræðu um akademískt frelsi. Sú umræða hefur einnig velt upp spurningum um tjáningarfrelsi og ritskoðun. Auk þess að ræða þessi mál er rætt um útlendingamál og breytta sviðsmynd bæði er varðar umræðu og veruleika þeirra á Íslandi.
Fjallað er um aðlögun á íhaldssömum gildum frá Mið-Austurlöndum, hvort ómenntað fólk sé vitlausara en menntað fólk, vísindalegan sannleik, pólitíska slagsíðu innan HÍ, skakkt hvatakerfi HÍ, sjálfsritskoðun kennara, tjáningarfrelsi og um þá staðreynd að aukinn innflutningur fólks til Íslands auki andúð gegn samkynhneigðum á Íslandi.
- Eykur innflutningur fólks til Íslands andúð gegn samkynhneigðum?
- Er vísindalegur sannleikur til?
- Er pólitísk slagsíða innan félagsvísindadeilda Háskóla Íslands?
- Er ómenntað fólk vitlausara en menntað fólk?
Þessum spurningum er svarað hér.