Fyrrum fréttakonurnar Þórhildur Þorkels og Nadine Yaghi rifja upp áhugaverð fréttamál og fjalla um þau á mannlegum nótum.
... moreShare Eftirmál
Share to email
Share to Facebook
Share to X
Fjölskylda Söndru Sigrúnar Fenton vinnur nú að því með íslenskum lögmanni að reyna að fá hana framselda til Íslands. Lögmaðurinn hefur rætt við íslensk stjórnvöld og er í sambandi við dómsmálaráðuneytið vegna málsins. Lögmaðurinn og Margrét Fenton, mamma Söndru Sigrúnar, ræða stöðuna í þættinum.
Mótmælin í kjölfar efnahagshrunsins 2008 eiga engan sinn líka í sögunni. Allt byrjaði þetta friðsamlega en mótmælin stigmögnuðust samhliða reiði og ólgu í samfélaginu. Á endanum sauð upp úr og upplausnarástand ríkti á Austurvelli, þar sem eldur logaði víðs vegar, mótmælendur köstuðu skyri, eggjum og grjóti í lögreglumenn og reyndu að brjóta sér leið inn í Alþingishúsið. Stefán Eiríksson, sem var lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins á þessum tíma, rifjar í Eftirmálum upp hvernig var að vera staddur í hringiðunni á þessum fordæmalausu atburðum.
Þátturinn er í boði:
Nettó
World Class
Sjöstrand - 15% afsláttur með kóðanum EFTIRMÁL
Einn, tveir og elda
Nýr veruleiki blasti við í íslensku samfélagi einn sunnudagsmorgun í febrúar 2021 þegar fréttir bárust af kaldrifjuðu morði í Rauðagerði, götu í rólegu fjölskylduhverfi í Reykjavík. Sá myrti var skotinn níu sinnum fyrir utan heimili sitt. Atburðurinn var fordæmalaus, minnti einna helst á aftöku og þótti marka aukna hörku í undirheimum Íslands. Í Eftirmálum förum við yfir atburðarásina í þessu umfangsmikla morðmáli með Birgi Olgeirssyni, fyrrum fréttamanni, sem rannsakaði málið og sat réttarhöldin.
Þátturinn er í boði:
Nettó
World Class
Sjöstrand 15% afsláttur með kóðanum EFTIRMÁL
Einn, tveir og elda
Líklega óraði engan fyrir því að barátta þolenda kynferðisbrotamannsins Roberts Downey fyrir upplýsingum um uppreista æru myndi verða til þess að sprengja ríkisstjórn Íslands haustið 2017, en svo fór. Uppreist æru málið hristi hressilega upp í þjóðinni og óvænta stefnu þegar þegar meðmælabréf með dæmdum barnaníðingum voru gerð opinber. Málið skók þjóðina, stjórnmálin og umræðuna en Sigríður Andersen, sem þá var dómsmálaráðherra, ræðir sína hlið af þessum atburðum í Eftirmálum.
Þátturinn er í boði:
Nettó
World Class
Sjöstrand
Einn, tveir og elda
Innbrot í gagnaver í Reykjanesbæ í lok árs 2017 markaði upphaf Bitcoin-málsins svokallaða, sem oft er talað um sem stærsta þjófnað Íslandssögunnar. Málið tók nýja og ævintýralega stefnu þegar Sindri Þór Stefánsson, einn þeirra sem tók þátt í innbrotinu, trauk úr fangelsinu að Sogni og flaug til útlanda í sömu flugvél og forsætisráðherra. Alda Hrönn Jóhannsdóttir, sem rannsakaði málið, ræðir þessa farsakenndu atburðarás í Eftirmálum. Málið er enn óupplýst að hluta en Bitcoin-tölvurnar fundust aldrei, þrátt fyrir umfangsmikla leit.
Þátturinn er í boði:
Nettó
World Class
Sjöstrand
Einn, tveir og elda
Í sumar eru 30 ár síðan Valgeir Víðisson hvarf sporlaust af heimili sínu á Laugavegi.
Hvarfið er eitt umtalaðasta og dularfyllsta lögreglumál okkar tíma og rannsóknin stóð yfir árum saman. Ótal flökkusögur urðu til og lögeglu bárust fjöldi ábendinga og samsæriskenninga í gegnum árin en allt kom fyrir ekki, hvarf Valgeirs er enn óupplýst. Hörður Jóhannesson fyrrum rannsóknarlögreglumaður rifjar upp rannsóknina í Eftirmálum og fer yfir hvað verður um mál sem lögreglu tekst ekki að upplýsa.
Þátturinn er í boði:
Nettó
World Class
Sjöstrand
Einn, tveir og elda
Hanna Birna Kristjánsdóttir sætti líflátshótunum og þurfti lögregluvernd þegar hún var innanríkisráðherra fyrir áratug. Ástæðan er Lekamálið svokallaða, þegar minnisblaði með persónuupplýsingum um hælisleitendur var lekið úr ráðuneyti hennar til fjölmiðla. Í framhaldinu fór af stað fordæmalaus atburðarás og úr varð eitt stærsta fréttamál áratugarins. Lekamálið varð til þess að Hanna Birna hætti alfarið í pólitík en í Eftirmálum gerir hún atburðarásina upp í fyrsta sinn.
Þátturinn er í boði:
Nettó
World Class
Sjöstrand
Einn, tveir og elda
Catalina Ncogo var umtalaðasta kona landsins árið 2009 og hristi rækilega upp í íslensku samfélagi. Saga Catalinu er lyginni líkust en hún fór frá því að vera húsmóðir í Vestmannaeyjum í að vefja karlmönnum um fingur sér og halda úti umfangsmestu vændisstarfsemi Íslandssögunnar í næsta húsi við lögreglustöðina á Hverfisgötu. Fallið var hátt þegar hún hlaut þungan fangelsisdóm fyrir milligöngu um vændi. Catalina fer yfir atburðarásina og sína hlið málsins í Eftirmálum auk þess að segja frá lífi sínu í dag.
Þegar fangi lést með dularfullum hætti og án sýnilegra áverka á Litla-Hrauni árið 2012 fór af stað löng og afdrífarík atburðarás. Tveir alræmdustu handrukkarar landsins voru ákærðir í málinu, en ekki er allt sem sýnist. Annar þeirra, Annþór Karlson, fer yfir þetta óvenjuega mál í þættinum en rannsóknin er ein sú ítarlegasta sem lögregla hefur ráðist í á síðari árum og tók fimm ár fyrir dómstólum. Annþór, sem segist nú hafa snúið blaðinu við, fer einnig yfir uppvöxtinn, undirheimana og margt fleira í Eftirmálum.
Umtalaðasti hundur Íslandssögunnar er án efa kínverski smáhundurinn Lúkas sem hvarf á Akureyri sumarið 2007. Út breiddist sú lygasaga að hópur drengja hefði leikið sér að því að drepa varnarlausan hundinn með hrottafengnum hætti. Þjóðin sameinaðist í sorg, haldnar voru minningarathafnir og kommentakerfi netheima loguðu. Þegar Lúkas fannst á lífi nokkrum vikum síðar tók málið aðra stefnu og varð kennslustund í hvernig á ekki að haga sér á internetinu.
The podcast currently has 18 episodes available.
475 Listeners
225 Listeners
126 Listeners
129 Listeners
29 Listeners
94 Listeners
32 Listeners
71 Listeners
27 Listeners
20 Listeners
9 Listeners
10 Listeners
12 Listeners
10 Listeners
1 Listeners