Fyrir næstum því fjórum áratugum, þann 24 febrúar árið 1986 átti sér stað dularfullt morð í úthverfi norður af Los Angeles borg. Morð númer 136 árið 1986 sem áttu því miður eftir að verða töluvert fleiri. Á þessum tíma gengu einnig mikið af alræmdustu rað morðingjum fyrr og síðar lausir sem átti eftir að trufla rannsókn málsins töluvert og það hjálpaði heldur ekki að DNA rannsóknartækni var á grunn stigi. Margir mismunandi þættir leiddu til þess að þetta dularfulla morðmál kólnaði ofan í skúffu lögreglunnar í Los Angeles í rúm 20 ár.
Nokkrum sinnum yfir þessa tvo áratugi var málið tekið upp aftur og gögn þess skoðuð en alltaf kom eitthvað uppá sem varð til þess að því var hent aftur ofan í skúffu. Í ferlinu glötuðust mikilvæg sönnunargögn, lögregla fór á mis við einstaklinga sem hefðu getað varpað ljósi á málið og ég skil með öllu hjarta að fjölskylda og nánustu aðstandendur hafi misst alla von. Það er óréttlátt að vita til þess að morðinginn fái að halda áfram með líf sitt eftir að hafa tekið líf saklausrar manneskju sem átti framtíðina fyrir sér ... og það sem gerir þetta enn óréttlátara er að morðinginn hélt ekki bara áfram að lifa og ganga um frjáls, heldur byggði hann upp frábært líf sem mörgum gæti aðeins dreymt um.
En óréttlætið lifði blessunarlega ekki að eilífu og átti karma eftir að banka uppá að lokum. Afhverju það tók svona langan tíma og hverjir áttu raunverulega í hlut er svo önnur saga, sem er alveg jafn mikilvæg að mínu mati ... og í dag ætlum við að skoða þessa sögu, kynnast öllum sem koma fyrir í henni og virkilega skoða hvað og afhverju hin 29 ára Sherri Rasmussen var myrt.
Má bjóða þér að hlusta á fleiri Illverk þætti?
Þú getur skráð þig í áskrift & með því fengið aðgang að yfir 300+ aukaþáttum, fimm nýja í hverjum mánuði & þessa fríu án auglýsinga.
Áskriftin kostar 1150,- kr á mánuði & henni fylgir engin binding.
Skráðu þig í illverk áskrift inná www.illverk.is
Hafðu samband:
• [email protected]
ʙᴀᴋʜᴊᴀʀʟᴀʀ ɪʟʟᴠᴇʀᴋ ᴘᴏᴅᴄᴀsᴛ:
• ᴋ𝟷𝟾 ɪsʟᴀɴᴅ | ʀᴇʏᴋᴊᴀᴠɪᴋᴡᴀʀᴇʜᴏᴜsᴇ.ɪs
sᴀᴍғᴇʟᴀɢsᴍɪᴅʟᴀʀ:
• ɪɴsᴛᴀɢʀᴀᴍ | ɪʟʟᴠᴇʀᴋᴘᴏᴅᴄᴀsᴛ
• ʟᴏᴋᴀᴅᴜʀ ғᴀᴄᴇʙᴏᴏᴋ ʜᴏᴘᴜʀ
ʜʟᴀᴅᴠᴀʀᴘɪᴅ sᴇᴍ ʜᴇғᴜʀ sᴠᴀʟᴀᴅ ғᴏʀᴠɪᴛɴɪ ɪsʟᴇɴᴅɪɴɢᴀ ᴜᴍ sᴀɴɴsᴏɢᴜʟᴇɢ sᴀᴋᴀᴍᴀʟ sɪᴅᴀɴ 𝟸𝟶𝟷𝟿 ®