Nú þegar þing er að koma saman, vonum seinna, eftir alþingiskosningar, og spjót standa á ríkisstjórn Valkyrjanna kemur Svandís Svavarsdóttir, formaður VG, í Grjótkastið og rýfur þögnina eftir skellinn mikla þar sem flokkurinn datt af þingi. Er VG búið að vera? Hvað varð um vinstrið á Íslandi? Jón Gnarr, fv. borgarstjóri og forsetaframbjóðandi, er hins vegar nýr þingmaður og segir frá fyrstu dögunum í því hlutverki. Saman greina þau stöðuna, tíðindi úr borgarmálunum, stöðu stjórnarinnar og margt fleira í athyglisverðu spjalli. Beðist er velvirðingar á smávægilegum hljóðtruflunum framarlega í þættinum.