Sanna Magdalena Mörtudóttir tilkynnti á föstudag að hún ætli ekki að bjóða sig fram undir merkjum Sósíalistaflokksins í komandi sveitarstjórnarkosningum. Hún boðaði nýtt framboð sem hún vonar að verði öflugt samstarf á vinstri vængnum.
Samstarf á vinstri vængnum - þar sem helst er horft til Sósíalistaflokksins - eða Sönnu allavega - , Pírata og Vinstri grænna, hefur verið til umræðu í nokkurn tíma.
Í þætti dagsins er rætt um stöðu mögulegs sameiginlegs framboðs, ásteytingarsteina og sögu sameininga.
Viðmælendur:
Ólafur Þ. Harðarson, prófessor emeritus í stjórnmálafræði.
Sigurður Pétursson, sagnfræðingur.
Umsjón: Ingvar Þór Björnsson