Ótti, reiði og undrun. Einhver þessara tilfinninga, ef ekki allar samtímis, voru allsráðandi í Suður-Kóreu á þriðjudagskvöldið. Noon Suk Yeol, forseti Suður-Kóreu, birtist á sjónvarpsskjám landsmanna klukkan ellefu að kvöldi og lýsti þar yfir herlögum. Hundruð hermanna umkringdu þinghúsið og komu í veg fyrir að þingmenn kæmust þar inn. Bjarni Pétur Jónsson skoðar baksögu þessara óvæntu atburða og fer með okkur til Suður Kóreu.
Í síðari hluta þáttarins ætlum við til Kasakstan. Þar eru umdeildar breytingar frá því fyrr á þessu ári farnar að hafa tilsegjanleg áhrif. Já, í mars fækkuðu yfirvöld í Kasakstan tímabeltum landsins úr tvö niður í eitt, og það þýðir að í fjölmennasta hluta landsins dimmir fyrr en áður. Og nú þegar vetur er skollinn á mega Kasakar ekki endilega við meira myrkri og meiri kulda. Úr sér gengið raforkukerfi landsins er síðan líka að sligast undan auknu álagi, sem klukkubreytingin hefur í för með sér. En hvað geta Kasakar gert? Harkað af sér, mótmælt stefnu stjórnvalda eða kannski tekið sér nágranna sína í vesturhluta Kína, Úígúrana, til fyrirmyndar? Oddur Þórðarson fjallar um málið.