Seinni níu

#66 - Golfið bjargaði geðheilsunni hjá Bjössa Hreiðars eftir óvænta uppsögn


Listen Later

Sigurbjörn Örn Hreiðarsson kom í heimsókn til okkar í Seinni níu. Hann er þekktari fyrir afrek sín í fótboltanum en á golfvellinum. Bjössi hefur orðið Íslandsmeistari sem fyrirliði Vals og var einnig í þjálfarateymi liðsins sem varð Íslandsmeistari árin 2017 & 2018.

Bjössi segir okkur frá því hvernig hann byrjaði aftur í golfi fyrir nokkrum árum og hellti sér svo af fullum krafti í íþróttina eftir að hann óvænt missti starf sitt sem aðstoðarþjálfari hjá FH sumarið 2022. Síðan þá hefur golfið átt hug hans allann og er Bjössi kominn niður í um 13 í forgjöf.

Bjössi kemur með frábært Powerrank og greinir okkur frá hverjir eru fimm bestu kylfingarnir úr röðum núverandi knattspyrnuþjálfara. Jafnframt velur Bjössi draumahollið þar sem tveir heimsþekktir leikarar koma við sögu.

Bjössi fer aðeins yfir sína styrk- og veikleika í golfinu. Þar kemur í ljós að 14. holan á Leirdalsvelli er farin að leggjast á sálina á okkar manni.

Stórskemmtilegt spjall við einn af okkar duglegustu kylfingum.

Seinni níu er í boði:

✈️- PLAY

💊- Unbroken

👟- ECCO

🥻 - J. Lindeberg - ntc.is

⛳- Eagle Golfferðir

🚗- XPENG - xpeng.com/is

🧼- Lindin bílaþvottastöð

🏚️ - Betri stofan fasteignasala

🏌️‍♀️- Golfsvítan

🛺- Excar.is golfbílar

😎 - Nivea

...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Seinni níuBy Logi Bergmann og Jón Júlíus Karlsson