Flimtan og fáryrði

67 – Byltingin er eilíf


Listen Later

Gunnlaugur og Ármann ræða nú óperu John Adams, Nixon in China (1987) og um leið kínverk stjórnmál 1960–1980 og hvernig kaldrifjað útspil á kosningaári tryggði framhaldslíf mannkynsins. Talið berst einnig að hinum erótíska sjónvarpsþætti Heated Rivalry, hipp og kúl rithöfundum, mönnum sem svitna mikið, stórleikaranum Paul Giamatti, kvikmyndinni Tillsammans, Maófötum 8. áratugarins, svarthvítum kvikmyndum um atómvísindamenn, ódýrum vinsældum listrænna markaðsafurða, fólki sem tekur hvatningu mjög illa, framhaldslífi Mao Tse-tung og hinnar dularfullu eiginkonu hans. En er John Adams skyldur 2. og 6. forseta Bandaríkjanna? Hversu marga syni átti hinn upphaflegi Adam? Hvað sagði Gore Vidal um Nixon? Eru góðir eiginmenn góðir forsetar? Var kona Maós nærsýn eða fjarsýn? Var Maó andfúll? Hver eru tengsl Deng Xiaoping við bridsíþróttina? Er einhver munur á Martin Sheen og David Spade? Og hvernig gengur Gunnlaugi og Ármanni að minnast ekki á manninn sem drottnar yfir heiminum núna?

...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Flimtan og fáryrðiBy Gunnlaugur Bjarnason og Ármann Jakobsson

  • 5
  • 5
  • 5
  • 5
  • 5

5

5 ratings