Seinni níu

#73 - Böddi Bergs setti tappann í flöskuna og forgjöfin hríðféll


Listen Later

Böðvar Bergsson kom í heimsókn til okkar í Seinni níu. Böddi er flínkur kylfingur með um 4 í forgjöf og mikill golfáhugamaður. Hann hóf ungur að leika golf í Grafarholti og sem ungur peyji varð hann þrefaldur Íslandsmeistari í golfi sem kylfusveinn hjá Sigurði Péturssyni.

Í þættinum segir Böddi okkur frá ákvörðun sinni að hætta að drekka áfengi sem hefur reynst honum mikið gæfuspor. Í kjölfarið hefur hann lækkað forgjöfina úr 10 niður í 4. Böddi segir okkur frá þessu ferli á opinskáan hátt.

Í þættinum förum við um víðan völl. Við ræðum aðeins um leikforgjöf lágforgjafar kylfinga sem þykir ekki beint sanngjörn. Við förum yfir styrk- og veikleika Bödda í golfinu en hann er mjög liðtækur í kringum flatirnar.

Í lok þáttarins fórum við aðeins yfir andlega þáttinn í golfinu og förum yfir þá erfiðleika sem við kylfingar mætum á golfvellinum.

Frábær þáttur sem á erindi við alla kylfinga og golfáhugafólk.

Seinni níu er í boði:

✈️- PLAY

💊- Unbroken

👟- ECCO

🥻 - J. Lindeberg - ntc.is

⛳- Eagle Golfferðir

🚗- XPENG - xpeng.com/is

🧼- Lindin bílaþvottastöð

🏚️ - Betri stofan fasteignasala

🏌️‍♀️- Golfsvítan

🔋- HS Orka

😎 - Nivea

🏌️‍♀️- Golfskálinn golfverslun

🥑 - Hjá Höllu

👷‍♂️ - Giggo

...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Seinni níuBy Logi Bergmann og Jón Júlíus Karlsson