Taktíkin

#98 Ingibjörg Magnúsdóttir - Íþróttakennsla og jákvæð sálfræði


Listen Later

„Það þarf ekki að vera neitt að. Þú þarft ekki að vera kvíðinn eða þunglyndur heldur reynum við að byggja ofan á það sem gott er og vinna útfrá því.“

Ingibjörg Magnúsdóttir var 10 ára gömlu þegar að hana langaði til þess að verða íþróttakennari þegar að hún yrði stór. Hún stóð við þau orð og hefur í dag bætt bvið sig jákvæðri sálfræði sem hún nýtir í kennslu í Menntaskólanum á Akureyri ásamt því að kenna þar íþróttir. Ingibjörg þekkir það þá vel að kenna fólki á öllum aldri íþróttir, allt frá þeim allra yngstu í ungbarnasundi upp í þá elstu í sundleikfimi.

Ingibjörg er gestur Skúla B. Geirdal að þessu sinni en hér fara þau m.a. það hvernig íþróttakennslu hefur verið háttað í Covid, ungbarnasund og sundleikfimi, mikilvægi þess að bjóða uppá fjölbreytt val þegar að kemur að íþróttum ungmenna og hvernig jákvæð sálfræði getur hjálpað bæði í íþróttum og lífinu sjálfu.

...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

TaktíkinBy N4