Sign up to save your podcastsEmail addressPasswordRegisterOrContinue with GoogleAlready have an account? Log in here.
Í Taktíkinni fjöllum við um íþróttir á landsbyggðunum. Við fáum ýmsa góða gesti úr íþróttalífinu í settið, ýmist íþróttafólkið sjálft, þjálfarana eða spekinga með mismunandi bakgrunn. Knattspyrna, han... more
FAQs about Taktíkin:How many episodes does Taktíkin have?The podcast currently has 107 episodes available.
June 29, 2021#106 Íþróttir og stjórnunSveinn Margeirsson er núverandi sveitarstjóri Skútustaðahrepps. Hann var í fremstu röð frjálsíþróttamanna landsins á árum áður, meðal annars á hann íslandsmet í 3000 metra hindrunarhlaupi. En hvað er líkt með hindrunarhlaupi og stjórnsýslu? Það er víst ansi mikið!...more35minPlay
June 15, 2021#105 Skólaíþróttir - Sigurlína Hrönn EinarsdóttirÁrangur Varmahlíðarskóla í Skólahreysti síðustu ár hefur vakið athygli. Gestur þáttarins er Sigurlína Hrönn Einarsdóttir, íþróttakennarií Varmahlíðarskóla til 17 ára....more33minPlay
June 03, 2021#104 Rafíþróttir 2Hvað vilt þú vita um rafíþróttir? Hvernig er að iðka rafíþróttir? Hvernig er það fyrir foreldra að taka þátt og fylgjast með börnum sínum á veraldarvefnum í leikjasamfélaginu? Ræðum við Aron Ólafsson, framkvæmdastjóri Rafíþróttasamtaka Íslands, Viðar Valdimarsson foreldri rafíþróttamanns...more24minPlay
May 10, 2021#103 Rafíþróttir og ÍSÍEiga rafíþróttir að vera innan íþróttahreyfingarinnar? Mjög skiptar skoðanir eru það hvort rafíþróttir teljist til íþrótta. Margir vita einnig afskaplega lítið um það hvað rafíþróttir eru og telja það bara snúast um að spila tölvuleiki og ekki vitund meira en það. Aron Ólafsson, framkvæmdastjóri Rafíþróttasamtaka Íslands og Viðar Sigurjónsson, skrifstofustjóri ÍSÍ á Akureyri ræða málin í þessum þætti. Umsjón: Rakel Hinriksdóttir...more29minPlay
May 04, 2021#102 Andleg uppbyggingHvað skiptir hreyfing og heilsa miklu máli fyrir andlegu hliðina? Rakel spjallar um andlega uppbyggingu við Kristján Gunnar Óskarsson sálfræðing og Guðrúnu Arngrímsdóttur og Hrafnhildi Reykjalín Vigfúsdóttur hjá Sjálfsrækt á Akureyri....more29minPlay
April 21, 2021#101 AfreksvæðingTaktíkin fer af stað aftur. Rakel Hinriks stýrir þættinum, þar sem rætt verður um íþróttir, lýðheilsu og ýmislegt annað sem viðkemur líkamlegri og andlegri heilsu. Í þessum þætti verður fjallað um svokallaða afreksvæðingu. Erum við að leggja of mikið á börnin okkar í íþróttum? Eða hafa þau kannski gott af því? Hvað þarf að varast? Ræðum við sérfræðinga á sviði íþróttaþjálfunar og sálfræði....more57minPlay
December 22, 2020#100 Skapti Hallgrímsson - Íþróttafréttir og ljósmyndirTaktíkin fagnar 100 þáttum! ATH í seinni hluta þáttar verður farið yfir vel valdar íþróttafréttaljósmyndir sem Skapti hefur tekið á ferlinum. Þær má sjá með að horfa á þáttinn á N4.is, Facebooksíðum - N4 Sjónvarp og Taktíkin og Youtube. Skapti Hallgrímsson, fjölmiðlamaðurinn og ljósmyndarinn margreyndi mætti í settið til Skúla Geirdal í þætti númer 100!„Þetta var nú ein af þessum tilviljunum lífsins bara. Sextán ára erum við ráðnir tveir æskufélagar til þess að skrifa um íþróttir fyrir Moggann á Akureyri sem eftir á að hyggja er frekar ótrúlegt.“Ferill Skapta í fjölmiðlum og íþróttafréttum ásamt gullkistu af mögnuðum íþróttaljósmyndum sem hann hefur tekið í gegnum árin.„Ég ríf upp græjurnar og var sem betur fer með mjög langa og flotta linsu. Smellti af nokkrum sinnum og svo var augnablikið farið. Ódauðlegt augnablik! Þessi mynd birtist síðan stór í Mogganum daginn eftir. Mér þykir mjög vænt um hana. Alveg frábær mynd.“...more28minPlay
December 15, 2020#99 Eiki Helgason - Atvinnumaður í brettaíþróttumFyrsti atvinnumaður okkar Íslendinga í brettaíþróttum, Eiki Helgason, er gestur Skúla Braga að þessu sinni.Það voru fáir sem höfðu trú á því markmiði Eika að hafa atvinnu af brettaíþróttum þar sem engin fordæmi voru fyrir slíku, hann lét það þó ekki stoppa sig í að uppfylla drauminn og þar með ryðja brautina fyrir aðra. Eiki hefur nú opnað Braggaparkið sem býður uppá aðstöðu fyrir unga sem aldna til þess að stunda bretta- og hjólaíþróttir innandyra á Akureyri....more28minPlay
December 07, 2020#98 Ingibjörg Magnúsdóttir - Íþróttakennsla og jákvæð sálfræði„Það þarf ekki að vera neitt að. Þú þarft ekki að vera kvíðinn eða þunglyndur heldur reynum við að byggja ofan á það sem gott er og vinna útfrá því.“Ingibjörg Magnúsdóttir var 10 ára gömlu þegar að hana langaði til þess að verða íþróttakennari þegar að hún yrði stór. Hún stóð við þau orð og hefur í dag bætt bvið sig jákvæðri sálfræði sem hún nýtir í kennslu í Menntaskólanum á Akureyri ásamt því að kenna þar íþróttir. Ingibjörg þekkir það þá vel að kenna fólki á öllum aldri íþróttir, allt frá þeim allra yngstu í ungbarnasundi upp í þá elstu í sundleikfimi.Ingibjörg er gestur Skúla B. Geirdal að þessu sinni en hér fara þau m.a. það hvernig íþróttakennslu hefur verið háttað í Covid, ungbarnasund og sundleikfimi, mikilvægi þess að bjóða uppá fjölbreytt val þegar að kemur að íþróttum ungmenna og hvernig jákvæð sálfræði getur hjálpað bæði í íþróttum og lífinu sjálfu....more28minPlay
December 03, 2020#97 Sigurbjörn Árni Arngrímsson - Hlauparinn, íþróttafréttamaðurinn og skólameistariAllir sem hafa horft á útsendingar frá Ólympíuleikum eða öðrum stórmótum vita það að Sigurbjörn Árni Arngrímsson leggur mikla vinnu og ástríðu í það sem hann tekur sér fyrir hendur!„Ætli þetta séu ekki um 30 stórmót erlendis ásamt nokkrum hérna heima sem ég hef lýst af frjálsum, fyrir utan öll gullmótin sem voru sjö á sumri og demantamótin sem eru enn fleiri.“Íþróttamaðurinn, íþróttafréttamaðurinn og skólameistari Framhaldsskólans á Laugum í Reykjadal, Sigurbjörn Árni Arngrímsson er gestur Skúla Geirdal að þessu sinni.Sigurbjörn sem er með meistaraprófi í þjálfunarlífeðlisfræði varð 42 sinnum Íslandsmeistara í karlaflokki í greinum frá 4×400 metra boðhlaupi upp í hálft maraþon. Það er því óhætt að segja að Sigurbjörn sé einn fjölhæfasta hlaupari sem við Íslendingar höfum átt!...more28minPlay
FAQs about Taktíkin:How many episodes does Taktíkin have?The podcast currently has 107 episodes available.