Það er maðurinn sem hugsar ekkert inn í heiminn og í síðasta þætti var fjallað um það að vera ekkert. Í þetta skiptið er meginstefið er skrif heimspekingsins Hönnuh Arendt sem hélt því fram að það að hugsa fæli í sér að gera ekkert. Að hugsunin væri eiginlega gagnslaus, hún mótaðist og takmarkaðist af engu og skilaði engu. Hugsunin á sér stað á bjargbrún neindarinnar, tekur í sundur fastmótaðar hugmyndir en setur ekkert fram. Leggur ekkert inn, tekur bara út. Einmitt þess vegna getur hugsunin verið svo hættuleg, þar sem hyldýpi tómhyggjunnar er sjaldan langt undan. En eins og hlustendur fá að heyra, getur verið enn hættulegra að hugsa ekki. Rætt er við Vilhjálm Árnason heimspeking um óheilindi og Roger Berkowitz, forstöðumann Arendt seturins við Bard Háskóla í New York fylki um þær hættur sem hugsun hefur í för með sér.
Umsjónarmenn eru Snorri Rafn Hallson og Tómas Ævar Ólafsson.