
Sign up to save your podcasts
Or


49.þáttur af Handboltinn okkar kom út í dag þar sem að strákarnir kynntu til leiks nýjan liðsmann, Daníel Berg Grétarsson en hann er handboltaunnendum góðu kunnur. Kvartettinn fór yfir landsleik Íslands og Slóveníu sem fram fór á miðvikudaginn þar sem þeim höfðu ákveðnar áhyggjur af kvennaboltanum. Þeim finnst alltof fáir leikmenn sem eru með gæði til þess að spila í alþjóðalegum bolta og þeir vilja sjá meiri metnað í yngri flokka þjálfun hjá stelpunum og að félögin almennt setji meiri metnað í kvenna starfið hjá sér.
Þá fóru þeir einnig yfir leikina tvö í Olísdeild karla sem fóru fram í gær fimmtudag. Það var einkennandi fyrir þessa tvo leiki að það var töluverður hausbragur á liðunum enda langt síðan að leikmenn hafa spilað. Þeir enduðu svo þáttinn á því að spá í næstu umferð í Olísdeild karla þar sem að þeir Arnar og Daníel spáðu að ÍR myndi sigra Selfoss og þar með ná í sín fyrstu stig í Olísdeild karla.
By Handboltinn okkar49.þáttur af Handboltinn okkar kom út í dag þar sem að strákarnir kynntu til leiks nýjan liðsmann, Daníel Berg Grétarsson en hann er handboltaunnendum góðu kunnur. Kvartettinn fór yfir landsleik Íslands og Slóveníu sem fram fór á miðvikudaginn þar sem þeim höfðu ákveðnar áhyggjur af kvennaboltanum. Þeim finnst alltof fáir leikmenn sem eru með gæði til þess að spila í alþjóðalegum bolta og þeir vilja sjá meiri metnað í yngri flokka þjálfun hjá stelpunum og að félögin almennt setji meiri metnað í kvenna starfið hjá sér.
Þá fóru þeir einnig yfir leikina tvö í Olísdeild karla sem fóru fram í gær fimmtudag. Það var einkennandi fyrir þessa tvo leiki að það var töluverður hausbragur á liðunum enda langt síðan að leikmenn hafa spilað. Þeir enduðu svo þáttinn á því að spá í næstu umferð í Olísdeild karla þar sem að þeir Arnar og Daníel spáðu að ÍR myndi sigra Selfoss og þar með ná í sín fyrstu stig í Olísdeild karla.