Liv Bergþórsdóttir hefur verið einskonar ofurkona í íslensku viðskiptalífi undanfarinn áratug. Hún stofnaði fjarskiptafyrirtækið Nova ásamt Jóakimi Reynissyni og Novator.
Félagið hóf starfsemi korter í kreppuna sem kom árið 2008. Nova réri lífróður og tapaði hundruðum milljóna króna fyrstu starfsár sín í baráttu við risana á markaðnum, Símann og Vodafone.
Liv, sem forstjóri félagsins, hafði skýra sín á hvað skipti máli til að ná árangri. Úthugsuð viðskiptaáætlun, fjögur skýr markmið, réttar ráðningar og mögnuð markaðssetning.
Á aðeins 8 árum náði Nova hæstu markaðshlutdeild í farsímaþjónustu á Íslandi, með 8 milljarða króna í veltu og 2 milljarða í rekstarhagnað. Við köfum í þetta allt.
Svo er það Wow. Liv lýsir því tækifæri sem hún sá í ferðamennsku fyrir Ísland og hvernig leiðir hennar og Skúla Mogensen lágu saman við stofnun Wow. Liv varð stjórnarformaður félagsins.
Það var margt líkt með Nova og Wow s.s. mikið hugrekki, framsækin markaðssetning, sterkur kúltúr og metnaður fyrir tækni.
Nova var selt á 15 milljarða króna árið 2016 til erlendra fjárfesta en Wow fór á hausinn 2019 eftir að vonir um erlendan fjárfesti urðu að engu. Liv fer yfir hvernig þetta horfir við henni, bæði afrekin og mistökin.
Þetta er mögnuð saga. Spennið beltin.