Árið 1991 sneri Jón Baldvin Hannibalsson, þáverandi utanríkisráðherra heim með nýundiritaðan samning um evrópska efnahagssvæðið með þeim orðum að Íslendingar hefðu fengið "allt fyrir ekkert".
Í þættinum "Allt fyrir ekkert" fjallar Marteinn Sindri Jónsson um EES samninginn í tengslum við fullveldi Íslands og þjóðsagnaarfinn, en þar er að finna sögupersónur sem gjarnan fá allt fyrir ekkert, svosem Sæmund fróða og konuna hans Jóns míns. Í þættinum ræðir Marteinn Sindri við Guðrúnu Pétursdóttur, Boga Ágústsson, Ragnhildi Helgadóttur og Baldur Þórhalsson. Þá les Birkir Blær Ingólfsson úr verki sínu Þjóðarsálin hans Jóns míns.