Lestin

300 ára Kant, ný Tónlistarmiðstöð, krakkar stýra Lestinni

04.22.2024 - By RÚVPlay

Download our free app to listen on your phone

Download on the App StoreGet it on Google Play

Fáir hafa haft jafnmikil áhrif á vestræna heimspeki og Immanuel Kant, og í dag eru einmitt þrjú hundruð ár frá fæðingu hans. Emma Björg Eyjólfsdóttir og Björn Þorsteinsson heimspekingar líta við í tilefni dagsins.

Barnamenningarhátíð hefst í vikunni, og til að fagna því verður umsjón Lestarinnar í höndum Krakkaveldis á morgun. Við heyrum hljóðið í fjórum ungum útvarpsmönnum.

Á morgun verður opnuð við Austurstræti ný Tónlistarmiðstöð, sem hefur það markmið að verða einn af hornsteinum íslensks tónlistarlífs. Miðstöðin sameinar undir einum hatti Tónverkamiðstöð, Útón og nýstofnað Inntón. Við kíktum í heimsókn og ræddum við Maríu Rut Reynisdóttur, framkvæmdastjóra miðstöðvarinnar.

More episodes from Lestin