Árið er

Árið er 1983


Listen Later

Fyrsti þátturinn, í útvarpsþáttaröðinni Árið er .... Íslensk dægurlagasaga í tali og tónum, fer í loftið á Rás 2 á morgun, laugardaginn 4. maí kl. 16.05.
Í þáttunum eru helstu straumar og stefnur í íslenskri tónlist til umfjöllunar og eitt ár tekið fyrir í einu, auk þess sem drepið er á helstu dægurmálum samtímans hverju sinni. Í tilefni af 30 ára afmælisári Rásar 2 í ár, er fyrsti þátturinn helgaður árinu 1983.
Meðal viðmælenda í fyrsta þættinum eru Eyþór Gunnarsson, Björgvin Gíslason, Valgeir Guðjónsson, Eyjólfur Jóhannsson, Jakob Smári Magnússon, Þór Freysson, Ragnhildur Gísladóttir, Bubbi Morthens, Ásmundur Jónsson, Guðlaugur Kristinn Óttarsson, Páll Óskar Hjálmtýsson og Jakob Frímann Magnússon.
Boðið verður upp á tóndæmi með Mezzoforte, Björgvini Gíslasyni, Björk Guðmundsdóttur, Gunnari Þórðarsyni, Tappa Tíkarrassi, Q4U, Jóhanni Helgasyni, Grafík, Baraflokknum, Grýlunum, Guðmundi Rúnari Lúðvíkssyni, Bubba Morthens, Kukli, Íkarus, Áhöfninni á Halastjörnunni, Stuðmönnum, Magnúsi Eirikssyni, Dúkkulísum, Lólu, Ladda og fjölmörgum öðrum flytjendum sem lituðu íslenska tónlistarárið 1983.
Meðfylgjandi er úrklippa úr þættinum þar sem Áhöfnin á Halastjörnunni stígur ölduna.
Árið er.... Íslensk dægurlagasaga í tali og tónum verður á dagskrá á laugardögum á Rás 2 næstu mánuði og þættirnir eru endurfluttir á sunnudagskvöldum.
Umsjónarmaður er Gunnlaugur Jónsson og honum til aðstoðar eru Ásgeir Eyþórsson, Jónatan Garðarsson og Sigríður Thorlacius.
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Árið erBy RÚV


More shows like Árið er

View all
Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

477 Listeners

Dr. Football Podcast by Hjörvar Hafliðason

Dr. Football Podcast

146 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

26 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

20 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

32 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

6 Listeners