Annar þátturinn í útvarpsþáttaröðinni Árið er .... Íslensk dægurlagasaga í tali og tónum fór í loftið á Rás 2 klukkan 16.05 laugardaginn 11. maí og var endurfluttur sunnudagskvöldið 12. maí kl. 22.05.
Meðal viðmælenda í öðrum þættinum, þar sem íslenska tónlistarárið 1984 var tekið fyrir, voru Bjartmar Guðlaugsson, Björgvin Halldórsson, Rúnar Þórisson, Björn Jörundur Friðbjörnsson, Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson, Egill Ólafsson, Valgeir Guðjónsson, Guðmundur Jónsson, Eyþór Gunnarsson og Bubbi Morthens.
Boðið var upp á tóndæmi með Bjartmari Guðlaugssyni, HLH flokknum, Grafík, Íkarus, Egó, Bubba Morthens, Hemma Gunn, Tíbrá, Pax Vobis, Stuðmönnum, Kikk,Tic Tac, Sverri Stormsker, Mezzoforte, Kukli, Kan, Das Kapital, Dúkkulísum, CTV og fjölmörgum öðrum flytjendum sem komu við sögu hér á landi 1984.
Árið er.... Íslensk dægurlagasaga í tali og tónum er á dagskrá á laugardögum á Rás 2 og þættirnir eru endurfluttir á sunnudagskvöldum. Þar eru helstu straumar og stefnur í íslenskri tónlist til umfjöllunar og eitt ár tekið fyrir í einu, auk þess sem drepið er á helstu dægurmálum samtímans hverju sinni.
Umsjónarmaður er Gunnlaugur Jónsson og honum til aðstoðar eru Ásgeir Eyþórsson, Jónatan Garðarsson og Sigríður Thorlacius.