Fimmti þátturinn í útvarpsþáttaröðinni Árið er .... Íslensk dægurlagasaga í tali og tónum fer í loftið á Rás 2 klukkan 16.05 í dag, laugardaginn 1. júní og verður endurfluttur sunnudagskvöldið 2. júní kl. 22.05.
Meðal viðmælenda í fimmta þættinum, þar sem íslenska tónlistarárið 1987 verður tekið fyrir, eru Ásgeir Sæmundsson, Bubbi Morthens, Bjartmar Guðlaugsson, Kristján Kristjánsson, Einar Örn Benediktsson, Rafn Jónsson, Magnús Þór Jónsson, Björn Jörundur Friðbjörnsson, Björk Guðmundsdóttir og Helgi Björnsson.
Boðið verður upp á tóndæmi með Geira Sæm, Höllu Margréti, Model, Bubba, MX 21, Varnöglum, Bjartmari, KK Son, Gunna Þórðar, Agli Ólafs, Stuðkompaníinu, Bítlavinafélaginu, Skriðjöklum, Gildrunni, Sykurmolunum, Tíbrá, Stuðmönnum, Bjarna Ara, Grafík, Herði Torf, Bergþóru Árna, Megasi, Nýdönsk, Sverri Stormsker, Stebba Hilmars, Rikshaw, Strax, S.H. Draumi, Bleiku böstunum, Sogblettum, Greifunum, Sú Ellen, Rauðum flötum, Björk og Tríó Guðmundar Ingólfs, Síðan skein sól og fjölmörgum öðrum flytjendum sem komu við sögu hér á landi 1987.
Árið er.... Íslensk dægurlagasaga í tali og tónum er á dagskrá á laugardögum á Rás 2 og þættirnir eru endurfluttir á sunnudagskvöldum. Þar eru helstu straumar og stefnur í íslenskri tónlist til umfjöllunar og eitt ár tekið fyrir í einu, auk þess sem drepið er á helstu dægurmálum samtímans hverju sinni.
Umsjónarmaður er Gunnlaugur Jónsson og honum til aðstoðar eru Ásgeir Eyþórsson, Jónatan Garðarsson og Sigríður Thorlacius.