Sjöundi þátturinn í útvarpsþáttaröðinni Árið er .... Íslensk dægurlagasaga í tali og tónum fer í loftið á Rás 2 klukkan 16.05 í dag, laugardaginn 15. júní og verður endurfluttur sunnudagskvöldið 16. júní kl. 22.05.
Boðið verður upp á tóndæmi með Risaeðlunni, Daníel Ágústi, Stjórninni, Póker, Valgeiri Guðjóns, Ríó tríói, Bítlavinafélaginu, Bubba, Eiríki Hauks, Villingunum, Nýdönsk,
Geirmundi, Bróður Darwins, Bootlegs, Síðan skein sól, Hilmari Oddssyni, Todmobile, HLH, Grinders, Bjartmari, Langa Sela og Skuggunum, Pandóru, Rúnari Þór, Sálinni hans Jóns míns,
Rokklingunum, Stuðmönnum, Sykurmolunum, Ham, Mezzoforte, Sverri Stormsker og fjölmörgum öðrum flytjendum sem komu við sögu hér á landi 1989.