Árið er

Árið er 1995


Listen Later

Saklaust menntaskólagrín vindur upp á sig og Sólstrandargæjarnir gera allt vitlaust í sundskýlum einum fata, útataðir í sósulit á röngum tíma í vitlausu húsi. Björk stórnar eins manns her og hvíslar ábreiðu frá sjötta áratugnum í 4. sæti breska smáskífulistans. Fjöllistahópurinn Gus Gus fæðist, Bubbi og Rúnar sjá ljósið, Sálin rís úr dvala og Fjallkonan bömpar.
Botnleðja sigrar í Músíktilraunum og Drullumallar nýja plötu á mettíma, Halli Reynis fer hring eftir hring og Súkkati finnst það Vont en það venst en Ástin dugir Páli Óskari. Tónlistarhátíð Uxi veldur usla og breska pressan fer á kostum í umfjöllun um hátíðina en Maus hræðir rokkara landsins með draugalögum.
Árið er 1995
Þrettándi þátturinn í útvarpsþáttaröðinni Árið er .... Íslensk dægurlagasaga í tali og tónum fer í loftið á Rás 2 klukkan 16.05 laugardaginn 27. júlí og verður endurfluttur sunnudagskvöldið 28. júlí kl. 22.05.
Meðal viðmælenda í þrettánda þættinum, þar sem íslenska tónlistarárið 1995 verður tekið fyrir, eru Baldur Stefánsson, Emilíana Torrini, Jón Ólafsson, Jónas Sigurðsson, Gunnar Lárus Hjálmarsson, Vilhelm Anton Jónsson, Hreiðar Örn Kristjánsson, Ragnar Páll Steinsson, Haraldur Freyr Gíslason, Árni Matthíasson, Guðmundur Jónsson, Friðrik Sturluson, Björgvin Halldórsson, Ragnhildur Gísladóttir, Björk Guðmundsdóttir, Egill Ólafsson, Sigurður Bjóla Garðarsson, Valgeir Guðjónsson, Eggert Gíslason, Páll Óskar Hjálmtýsson, Markús Þór Andrésson, Úlfur Eldjárn og Elíza Geirsdóttir Newman.
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Árið erBy RÚV


More shows like Árið er

View all
Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

477 Listeners

Dr. Football Podcast by Hjörvar Hafliðason

Dr. Football Podcast

146 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

26 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

20 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

31 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

6 Listeners