Óbyggðirnar kalla á KK og Magga Eiríks og Anna Halldórs upplifir Villta morgna en Quarashi kemur með nýjan tón inn í íslenska dægurlagaheiminn.
Sólstrandargæjarnir halda Partý á rassgötu 3 og stimpla sig út en Páll Óskar er Seif. Kolrassa opnar augun þín en Björgvin Halldórs dreymir kannski engil.
Gus Gus fer alveg óvart í útrás en Jet Black Joe leggur árar í bát. Damon Albarn gerist Íslandsvinur númer eitt og Blur fær júhú lánað hjá Botnleðju.
Árið er 1996
Fjórtándi þátturinn í útvarpsþáttaröðinni Árið er .... Íslensk dægurlagasaga í tali og tónum fer í loftið á Rás 2 klukkan 16.05 í dag, laugardaginn 3. ágúst og verður endurfluttur sunnudagskvöldið 4. ágúst kl. 22.05.
Meðal viðmælenda í fjórtánda þættinum, þar sem íslenska tónlistarárið 1996 verður tekið fyrir, eru Páll Óskar Hjálmtýsson, Magnús Eiríksson, Damon Albarn, Heiðar Örn Kristjánsson, Ragnar Páll Steinsson, Haraldur Freyr Gíslason, Stefán Hilmarsson, Njáll Þórðarson, Sölvi Blöndal, Birgir Örn Thoroddsen, Anna Mjöll Ólafsdóttir, Emilíana Torrini, Baldur Stefánsson, Elíza Geirsdóttir Newman, Rúnar Júlíusson, Gunnar Bjarni Ragnarsson og Jónas Sigurðsson.