Árið er

Árið er 2003 - fyrri hluti


Listen Later

Birgitta Haukdal segir okkur allt í Söngvakeppni Sjónvarpsins og opnar hjarta sitt í Eurovision en Botnleðja syngur Júróvísu og Dr. Gunni býður upp á snakk fyrir pakk.
Emilíana Torrini semur smell fyrir Kylie sem fer beint á toppinn í Bretlandi en Ragnheiður Gröndal syngur Ást og trónir á toppnum á tónlist.is næstu þrjú árin.
200.000 Naglbítar skipta um trommara, gefa út sína þriðju plötu og biðja fólk vinsamlega um að láta sig vera en Skífan vinnur baráttuna um Brain Police.
Bubbi syngur um þúsund kossa nótt, Guðjón Rúdólf kemur frá Danmörku og slær í gegn með húfuna sína en Papar halda til hafs á ný.
Hera tekur upp plötu á íslensku, alveg óvart. Lára Rúnars vekur athygli á uppskeruhátíð KKÍ en Hvannadalsbræður eru gjörsamlega út úr kú.
Á móti sól sendir frá sér plötuna Fiðrildi, Dáðadrengir sigra í Músíktilraunum og hinir ástsælu Spaðar fá Obb bobb bobb lánað hjá Guðna Ágústssyni
Unglingahljómsveitin Nilfisk spilar í Höllinni í boði Foo Fighters, Dr. Spock syngur klám en Leoncie um ást á pöbbnum.
Árið er 2003
Fyrri hluti tuttugasta og fyrsta þáttarins í útvarpsþáttaröðinni Árið er .... Íslensk dægurlagasaga í tali og tónum fer í loftið á Rás 2 klukkan 16.05 laugardaginn 5. október og verður endurfluttur sunnudagskvöldið 6. október kl. 22.05.
Meðal viðmælenda í fyrri hluta umfjöllunar um íslenska tónlistarárið 2003 eru: Vilhelm Anton Jónsson, Bubbi Morthens, Hera Hjartardóttir, Lára Rúnarsdóttir, Emilíana Torrini, Magni Ásgeirsson, Guðmundur Andri Thorsson, Magnús Haraldsson, Ragnheiður Gröndal, Haraldur Gíslason, Birgitta Haukdal, Gunnar Lárus Hjálmarsson, Jón Björn Ríkharðsson, Dave Grohl, Víðir Björnsson og Ólafur Ragnar Grímsson.
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Árið erBy RÚV


More shows like Árið er

View all
Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

477 Listeners

Dr. Football Podcast by Hjörvar Hafliðason

Dr. Football Podcast

146 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

26 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

20 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

32 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

6 Listeners