Emilíana Torrini snýr aftur eftir nokkura ára hlé, Ampopdúettinn breytist í tríó og poppar sig upp en Dikta er í hamingjuleit með ás upp í erminni.
Mugison & Hjálmar taka höndum saman, Vínyll gefur loksins út frumburð sinn og Orri Harðar öðlast aftur trú á lífið og kæreikann. Lights On The Highway gefur út sína fyrstu plötu eftir að hafa sigrað í Global Battle Of The Bands en Kimono gerir út frá Berlín.
Hildur Vala og Heiða Ólafs keppa til úrslita í Idol stjörnuleit og Benni Hemm Hemm býður í skrúðgöngu. Ragnheiður Gröndal selur grimmt, Írafár missir alla stjórn, Sálinnihans Jóns míns hefur aldrei liðið betur og Selma Björns tekur aftur þátt í Eurovision
Rass sýnir andstöðu og vill kvótann burt, Jakobínarína á stefnumót við sjónvarpið sitt en söngvaskáldið Helgi Valur er á einlægu nótunum á sinni fyrstu sólóplötu.
Árið er 2005
Fyrri hluti tuttugasta og þriðja þáttarins í útvarpsþáttaröðinni Árið er .... Íslensk dægurlagasaga í tali og tónum fer í loftið á Rás 2 klukkan 16.05 laugardaginn 16. nóvember og verður endurfluttur sunnudagskvöldið 17. nóvember kl. 22.05.
Meðal viðmælenda í fyrri hluta umfjöllunar um íslenska tónlistarárið 2005 eru: Emilíana Torrini, Guðmundur Kristinn Jónsson, Örn Elías Guðmundsson, Baltasar Kormákur, Birgir Hilmarsson, Orri Harðarson, Þór Freysson, Guðlaugur Júníusson, Egill Tómasson, Haukur Heiðar Hauksson, Kristófer Jensson, Stefán Hilmarsson, Guðmundur Jónsson, Ragnheiður Gröndal, Birgitta Haukdal, Óttarr Proppé og Helgi Valur Ásgeirsson.