Baggalútur og Bo rugla saman reytum sínum, Silvía Nótt hneykslar Evrópubúa, íslenskt lag er valið í fyrstu iPhone auglýsinguna og Sigur Rós túrar um landið.
Rás 2 rokkar hringinn, Ampop siglir til tunglsins, Dikta vekur athygli í útlöndum, Hermigervill kemur fólki í stuð og Fræ slær í gegn með freðnum fávita.
Lay Low kemur fram á sjónarsviðið, Biggi í Maus fer sóló, Telepathetics sendir frá sér sína fyrstu og einu plötu og Bubbi heldur uppá fimmtugsafmælið.
Svala Björgvins snýr aftur inn í heim danstónlistarinnar, Nilfisk lendir í hagsmunaárekstri og Mammút gefur út sína fyrstu plötu.
Brain Police ræður sænskan upptökustjóra, Í svörtum fötum fer í frí, Toggi slær í gegn og Nylon fer í útrás.
Árið er 2006
Umsjónarmenn eru Ásgeir Eyþórsson og Gunnlaugur Jónsson en þeim til aðstoðar eru Sigríður Thorlacius og Stefán Jónsson.