Magni fer í Rockstar Supernova, Hafdís Huld gerir það gott á Englandi, Pétur Ben sendir frá sér sína fyrstu sólóplötu og Kaninn kveður.
Ragnheiður Gröndal er með þér, Fabúla svífur um á beiku skýi, Ívar Bjarklind fer yfir hafið, Regína Ósk er í djúpum dal en Lára Rúnarsdóttir syngur Þögn.
Hjaltalín vekur athygli eftir skapandi sumarstarf í Reykjavíkurborg, Siggi Pálma segir sögur, Ghostigital breytist í hljómsveit og Sykurmolarnir koma saman á ný,
Sálin hans Jóns míns og Gospelkór Reykjavíkur rugla saman reytum sínum, Todmobile lokar sig inní kastala og FM Belfast spilar á sínum fyrstu alvöru tónleikum.
Sviðin jörð spilar og syngur lög til að skjóta sig við, Trabant er í útrásargír, Friðrik Ómar er sóló, Jet Black Joe snýr aftur og Bogomil Font & Flís dansa calypso.
Stebbi og Eyfi hlýja sér undir nokkrum notalegum ábreiðum og Máni Svavars stekkur inn á breska smáskífulistann með vinum sínum í Latabæ.
Árið er 2006
Umsjónarmenn eru Ásgeir Eyþórsson og Gunnlaugur Jónsson en þeim til aðstoðar eru Sigríður Thorlacius og Stefán Jónsson.