Sigur Rós spilar endalaust, Dísa fellur í freistni, Mammút er með geimþrá og Jeff Who óskar okkur öllum til hamingju.
Sálin fagnar 20 ára afmæli, Dr. Spock semur sápuóperu, Baggalútur hefur það kósý og Buff þakkar kærlega fyrir.
Lay Low gefur út aðra plötu sína, Bubbi syngur um brúnu augun þín en Memfismafían tekur upp barnaplötu.
Motion Boys piltarnir dansa inn í hrunið, Blaz Roca rappar um stórasta land í heimi en Ghostigital leitar að peningunum sínum.
Litla hafmeyjan lætur gamminn gjósa, Þokkabót syngur um tóma kassa og Sprengjuhöllin sendir sínar bestu kveðjur.
Árið er 2008
Seinni hluti tuttugasta og sjötta þáttarins í útvarpsþáttaröðinni Árið er .... Íslensk dægurlagasaga í tali og tónum fer í loftið á Rás 2 klukkan 16.05 sunnudaginn 7. desemberog verður endurfluttur þriðjudagskvöldið 9. desember kl. 22.05.