Jón Jónsson skrifar undir samning hjá Epic Records, Mammút fær andann yfir sig
og mamma þarf að djamma með Baggalút.
Emilíana Torrini flytur heim, Of Monsters & Men klárar tveggja ára tónleikaferð, Vök vinnur Músíktilraunir og Eyþór Ingi á líf í Eurovision.
Mono Town tríóið fer óvenjulega leið við undirbúning á frumburði sveitarinnar og
Berndsen kemst í gamlar Kraftwerkgræjur.
Íkorninn Stefán Örn Gunnlaugsson skapar nýja fagra fortíð, Leaves sjá okkur í síðbjarmanum og Bloodgroup eltist við bergmál.
Rúnar Þórisson fer af stað, Bubbi Morthens trúir á ljósið, Geir Sæm snýr aftur en Markús biðst afsökunar.
Tilbury syngur um íslenska veturinn, Oyama sendir frá sér stuttskífu og ástralska stórstjarnan Kylie Minogue syngur með Múm.
Verzlingurinn Steinar Baldursson kemur upp á yfirborðið, Monterey lætur tímann líða
en Grísalappalísa spyr hver er ég?
Dr. Gunni tryllir þjóðina með glaðasta hundi í heimi, Dúettinn Jed og Hera verður til
og Fjallabræður og Ragga Gísla syngja um ástina.
Árið er 2013