Hljómsveitin Kaleo slær í gegn, John Grant tekur ástfóstri við land og þjóð og
Ásgeir Trausti heldur á vit ævintýranna í útlöndum.
Súpergrúppan Drangar gefur út plötu og Áhöfnin á Húna fer hringinn í kringum landið en Ólöf Arnalds býr til tónlist í sumarbústað í Hvalfirði.
Hljómsveitin 1860 rafmagnast, Snorri Helgason breytist í hljómsveit en Sigur Rós hangir á bláþræði á ísjaka og semur tónlist fyrir The Simpsons.
Obja Rasta veit og vonar einhvern veginn svona, Sin Fang túlkar bergmál sumarsins og Raggi Bjarna kemur við í Þjóðarbókhlöðunni.
Ólafur Arnalds vinnur Bafta-verðlaun og heldur yfir 100 tónleika á erlendri grundu, Lay Low talar um veðrið og Cell 7 snýr aftur eftir 16 ára hlé.
Skálmöld stígur á svið í Eldborg með Sinfó og þremur kórum, Ljótu hálfvitarnir syndga og syngja um athyglisprest og Ingó stýrir brekkusöng á Þjóðhátíð í Eyjum.
Samaris syngur um tunglið góða, Gunnar Þórðarson semur óperu og Pálmi Gunnarsson rifjar upp farsælan feril.
Árið er 2013