Ásmundur Einar Daðasson mennta og barnamálaráðherra brennur fyrir málefnum barna og velferð þeirra. Hann hefur sjálfur upplifað erfið uppvaxtarár og áföll í æsku. Hans framtíðarsýn á kerfinu hér á landi er sú að kerfið grípi börnin fyrr þannig að allir aðilar sem koma að barninu vinni saman að því markmiði að styðja við barnið og fjölskyldur þeirra. Þrepakerfið er nýtt kerfi og enn í þróun. Þrepakerfið á að grípa barn og fjölskyldur áður en vandinn verður mikill og gefa barninu þann stuðning og þjónustu sem þarf. Í þættinum ræðum við m.a. um þrepakerfið, ættleiðingar, áföll og skólakerfið.