Friðrik Agni Árnasson og Maya Jill Einarsdóttir
Maya er fyrsta ættleidda barnið sem kom til Íslands frá Indlandi árið 1969 og sonur hennar Friðrik gerði útvarpsþætti um söguna hennar Mayu en þættirnir eru tveir og heita: Ugla sat á kvisti: Móðuróður
Þættirnir segja alla söguna hennar Mayu og gerir Friðrik þetta lista vel með því að flétta inn sögu ömmu sinnar inn í sögu Mayu. En Maya var ættleitt um 2 og hálfs árs gömul til íslands og fekk móðir hennar myndir af þremur stúlkum og átti hún að velja eina af þeim til að ættleiða…. Móðirin gat augljóslega ekki valið og gerði hún blindandi, ugla sat á kvisti , setti myndina sem varð fyrir valinu blindandi í umslag og sendi til Indlands og þannig varð Maya dóttir hennar.
En um 10 ára aldurs flutti móðir hennar úr landi og eftir sat hún ein með föður sínum, móðurlaus, og við tóku erfiðir tímar.
Í þessum þætti heyrum við söguna hennar Mayu. við heyrum um erfið uppvaxtar ár hennar. Við tölum um tilvonandi ferðalag þeirra og fjölskyldunnar til Indlands og áætlað ferðalag þeirra og fjölskyldu að fara til Indlands og klára þáttaröðina með stæl.
við ræðum einnig um ættleiðingarferlið hans Friðriks þar sem hann og maðurinn hans eru í miðju umsóknarferli.
Linkur á söfnuna þeirra á karolinafound
https://www.karolinafund.com/project/view/6232
Linkur á þættina Ugla sat á kvisti; móðuróður
https://www.ruv.is/utvarp/spila/ugla-sat-a-kvisti-modurodur/32478