Elísabet segir frá sinni sögu og þeirra vegferð að eignast börn! Þau hjónin hafa farið tvisvar í gegnum ættleiðingarferlið og eiga tvö yndisleg börn. Þau fengu son sinn í hendurnar þegar hann var eins árs en stúlkuna fengu þau nokkrum árum seinna þegar hún var rúmlega þriggja ára.
Hún segir frá í einlægni hvernig það er að ganga í gegnum ófrjósemi og ættleiðingar, áskoranir í foreldrahlutverkinu og tölum um það sem er erfitt að ræða og heyra.
Lífið eftir ættleiðingar er svo sannarlega ekki dans á rósum og hvað þá fyrir yndislegu börnin sem hafa því miður þurft að ganga í gegnum allskonar erfiðleika á sinni stuttu ævi áður en þau eignast fjölskyldu.
Það er mikill heiður að fá þessa kjarnakonu í spjall, hún sinnir mjög mikilvægu starfi sem framkvæmdarstjóri Íslenskrar ættleiðingar og hún brennur fyrir betrumbætingu í ættleiðingarheiminum!