Steffi Gregersen og maðurinn hennar ættleiddu þrjár systur frá Tékklandi árið 2015. Leiðin þeirra að barneignum var heldur betur löng og skrautleg og þegar litið er tilbaka á heildarmyndina þá púslaðist lífið þeirra saman á þann veg sem þeim var ætlað. Dásamlegu stelpurnar fengu þau í hendurnar þegar þær voru 5, 6 og 7 ára gamlar. Steffi er Flugmaður á þotu en vinnur núna á Flugdeild hjá Landhelgisgæslunni.Steffi er mikil hestakona, hún er einlæg, hreinskilin og ótrúlega kærleiksrík.