Theodór Francis Birgisson, eða Teddi eins og hann sjálfur vill láta kalla sig, er klínískur félagsráðgjafi sem aðstoðar pör. Hann er einn eigenda Lausnarinnar sem er fjölskyldu- og áfallamiðstöð og býr yfir áratugalangri reynslu þegar kemur að því að aðstoða fólk í parsamböndum.