Í dag er síðasti þátturinn fyrir jól og síðasti þáttur ársins. Það er því sannkallaður hátíðarbragur yfir þrautum Hljómboxins í dag. Jólin eru fjölskylduhátíð og því er viðeigandi að fá eina slíka til að keppa. Mæðginin Adam Ernir og Gréta Rún mæta feðginunum Andra Má og Þórdísi Björt. Hver er með mesta keppnisskapið í fjölskyldunni? Hver hlustar best? Hver hlustar mest á jólalög?
Keppendur:
Þórdís Björt Andradóttir (Bálið)
Andri Már Helgason (Bálið)
Adam Ernir Níelsson (Jólaklukkur)
Gréta Rún Árnadóttir (Jólaklukkur)
Umsjón: Ingibjörg Fríða Helgadóttir
Leikarar og sturtusöngvarar: Rúnar Freyr Gíslason, Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir og Karl Pálsson
Hljóðvinnsla: Georg Magnússon