Bestu íslensku plötur ársins 2012
Útvarpsþátturinn Hlustið og þér munið heyra á Rás 2 var í styttri kantinum miðvikudagskvöldið 9. janúar en milli klukkan 21 og 22 var endurflutt umfjöllun um bestu íslensku plötur ársins 2012 að mati hlustenda og starfsmanna Rásar 2, frá því í Popplandinu fyrr um daginn.
Alls fengu 39 íslenskar plötur atkvæði og meðal þeirra tónlistarmanna sem voru nálægt því að komast á topp 10 má nefna Ojba Rasta,Skálmöld, Sigur Rós, Eivöru Pálsdóttur, Borko, Mannakorn, Magnús & Jóhann, Múgsefjun, Legend, Ghostigital, Elízu Newman, Sigurð Guðmundsson og Memfismafíuna, Egil Ólafsson, Dimmu og Vintage Caravan.
Hlustendur og starfsmenn Rásar 2 völdu bestu íslensku plötur ársins 2012. Dýrð í dauðaþögn með Ásgeiri Trausta var valin plata ársins en í 10 efstu sætunum voru eftirfarandi plötur:
1. Ásgeir Trausti - Dýrð í dauðaþögn
2. Valdimar - Um stund
3. Moses Hightower - Önnur Mósebók
4. Jónas Sigurðsson & Lúðrasveit Þorlákshafnar - Þar sem himin ber við haf
5. Retro Stefson - Retro Stefson
6. Hjaltalín - Enter 4
7. Tilbury - Exorcise
8. Kiriyama Family - Kiriyama Family
9. Pétur Ben - God's Lonely Man
10. Biggi Hilmars - All We Can Be