Fyrsta sólóplata Bjarkar Guðmundsdóttur með frumsömdu efni, Debut, kom út í júlí 1993 og fór beint í 3. sæti breska breiðskífulistans í útgáfuvikunni.
Útvarpsþátturinn Árið er.... Íslensk dægurlagasaga í tali og tónum verður með óvenjulegu sniði laugardaginn 9. nóvember, þar sem sólóferill Bjarkar verður rifjaður upp frá árinu 1993 til árins 2011.
Umsjón og handrit: Ásgeir Eyþórsson, Gunnlaugur Jónsson og Jónatan Garðarsson.
Raddir: Ásgeir Eyþórsson og Sigríður Thorlacius.
Samsetning: Ásgeir Eyþórsson.