Bubbi Morthens fór í víking til Bandaríkjanna vorið 1984 en kom heim nokkrum mánuðum síðar og var ekki lengi að stofna nýja rokkhljómsveit. Fyrsta og eina plata Das Kapital, Lili Marlene, kom svo út haustið 1984.
Næstu laugardaga verður haldið áfram að fjalla um feril Bubba í útvarpsþáttaröðinni Árið er.... Íslensk dægurlagasaga í tali og tónum. Laugardaginn 14. desember verða árin 1984 - 1990 til umfjöllunar og þar koma m.a. við sögu hljómsveitirnar Das Kapital og MX 21 og sólóplöturnar Kona, Frelsi til sölu, Dögun, Nóttin langa og Sögur af landi.
Umsjón og handrit: Ásgeir Eyþórsson, Gunnlaugur Jónsson og Jónatan Garðarsson.
Raddir: Ásgeir Eyþórsson og Sigríður Thorlacius.
Samsetning: Ásgeir Eyþórsson.
Aðstoð: Stefán Jónsson.