Einhver óvæntustu tíðindin í íslensku poppi í langan tíma voru þegar Bubbi Morthens og Rúnar Júlíusson hófu samstarf í byrjun árs 1991. Rúnar hafði ekki verið áberandi í íslensku tónlistarlífi í mörg ár en hugmyndin að þessu samstarfi kviknaði hjá Bubba og Óttari Felix Haukssyni.
Laugardaginn 21. desember verður haldið áfram að fjalla um feril Bubba Morthens í útvarpsþáttaröðinni Árið er.... Íslensk dægurlagasaga í tali og tónum og þá verða árin 1991 - 2005 til umfjöllunar. Þar koma m.a. við sögu hljómsveitirnar MX 21, Stríð og friður, Utangarðsmenn og Egó og sólóplöturnar Von, Lífið er ljúft, Þrír heimar, Allar áttir, Trúir þú á engla, Arfur, Nýbúinn, Sól að morgni, 1000 kossa nótt, Tvíburinn, Ást og Í sex skrefa fjarlægð frá paradís.
Umsjón og handrit: Ásgeir Eyþórsson, Gunnlaugur Jónsson og Jónatan Garðarsson.
Raddir: Ásgeir Eyþórsson og Sigríður Thorlacius.
Samsetning: Ásgeir Eyþórsson.
Aðstoð: Stefán Jónsson.