Aðventan er oft yndislegur tími, kertaljós og kósý, smákökur og jólalög. Aðventan einkennist hins vegar einnig oft af löngum verkefnalista sem bætist við okkar daglegu verkefni og því á jólastressið oft til að taka yfir. Í þættinum förum við aðeins yfir aðventuna, jólastressið og veltum því fyrir okkur hvort við raunverulega þurfum að keyra okkur út í að klára þennan langa verkefnalista sem hangir oft yfir okkur fyrir jólin.