Lestin

Chicanas, sjónsteypa handa alþingismönnum, Pitchfork á dánarbeðinu

01.30.2024 - By RÚVPlay

Download our free app to listen on your phone

Download on the App StoreGet it on Google Play

Nýtt skrifstofuhúsnæði Alþingis, Smiðjan, sem hönnuð er af Studio Granda, hefur vakið nokkuð umtal upp á síðkastið. Sér í lagi sjónsteypan og vír, sem eru áberandi í byggingunni. Við mælum okkur mót við Óskar Örn Arnórsson, arkitekt og skoðum húsið.

Þórdís Nadia Semichat pistlahöfundur veltir fyrir sér tískufyrirbæri sem á rætur að rekja til Bandarískra kvenna af mexíkóskum uppruna.

Fyrr í þessum mánuði bárust fréttir af því að bandaríska veftímaritið Pitchfork, sem um tæplega þriggja áratuga skeið hefur ötullega sinnt umfjöllun um nýja tónlist, myndi sameinast lífstílstímaritinu GQ. Sameiningin hefur verið umdeild meðal tónlistargrúskara en við fáum einn slíkan, Árna Matthíasson, til að rýna í fréttirnar með okkur.

Lagalisti:

Murders - John Frusciante

BELLA - BREESE

Lalo Guerrero - Marihuana boogie

Cypress Hill - Latin Lingo

SadGirl - Active & Attractive

The Flaming Lips - Race For The Prize

Sonic Youth - Nevermind (What Was It Anyway)

Sufjan Stevens - Decatur, or, a round of applause for your Step-mother

Radiohead - Idioteque

More episodes from Lestin