
Sign up to save your podcasts
Or


Magnús Pálmi Örnólfsson, skákmeistari og hagfræðingur (MBA), er gestur Kristjáns Arnar Elíassonar. Magnús er 1. borðsmaður skákdeildar Dímonar frá Hvolsvelli en ný skáksveit félagsins hefur unnið sig úr 4. deild og upp í 2. deild á aðeins tveimur árum eða frá því að skákdeildin var stofnuð og hóf að tefla á Íslandsmóti skákfélaga. Magnús segir frá ferðalagi skáksveitarinnar á Evrópumót taflfélaga á Ródos í Grikklandi sem lauk fyrir skemmstu og "varpar upplýsingasprengju" inn í 2. deild fyrrihluta Íslandsmót skákfélaga um liðskipan skákdeildar Dímonar. Magnús Pálmi ræðir um nýtt skáksetur sem hann er að setja upp í Bolungarvík; hann ræðir um drauma, ástina, heilsuna, blóðþrýsting, kolesteról og auðvitað skák. Þeir félagar tala um Heimsbikarmót FIDE en teflt er í Resort Rio í ríkinu GOA á Indlandi dagana 1.-26. nóvember. Þrír eftstu á Heimsbikarmótinu tryggja sér sæti í Áskorendakeppni FIDE á næsta ári þar sem átta skákmenn munu tefla um réttinn til að há 14 skáka einvígi við ríkjandi heimsmeista, Gukesh D frá Indlandi, um heimsmeistaratitilinn í skák.
By Útvarp SagaMagnús Pálmi Örnólfsson, skákmeistari og hagfræðingur (MBA), er gestur Kristjáns Arnar Elíassonar. Magnús er 1. borðsmaður skákdeildar Dímonar frá Hvolsvelli en ný skáksveit félagsins hefur unnið sig úr 4. deild og upp í 2. deild á aðeins tveimur árum eða frá því að skákdeildin var stofnuð og hóf að tefla á Íslandsmóti skákfélaga. Magnús segir frá ferðalagi skáksveitarinnar á Evrópumót taflfélaga á Ródos í Grikklandi sem lauk fyrir skemmstu og "varpar upplýsingasprengju" inn í 2. deild fyrrihluta Íslandsmót skákfélaga um liðskipan skákdeildar Dímonar. Magnús Pálmi ræðir um nýtt skáksetur sem hann er að setja upp í Bolungarvík; hann ræðir um drauma, ástina, heilsuna, blóðþrýsting, kolesteról og auðvitað skák. Þeir félagar tala um Heimsbikarmót FIDE en teflt er í Resort Rio í ríkinu GOA á Indlandi dagana 1.-26. nóvember. Þrír eftstu á Heimsbikarmótinu tryggja sér sæti í Áskorendakeppni FIDE á næsta ári þar sem átta skákmenn munu tefla um réttinn til að há 14 skáka einvígi við ríkjandi heimsmeista, Gukesh D frá Indlandi, um heimsmeistaratitilinn í skák.