Umsjón: Karitas Harpa Davíðsdóttir.
Hin svokallaða Eurovision Búbbla er oft nefnd á nafn í sambandi við Söngvakeppnina hérna heima sem og erlendis, en hvað er þessi Búbbla? Hver er í þessari búbblu? Hvað þýðir þetta allt og hvernig verður maður partur af búbblunni? Í þennan þátt þótti mér viðeigandi að fá einstaklinga, ekki bara úr búbblunni heldur fólk í stjórn búbblunnar hér heima. Flosi og Laufey eru í stjórn Fáses, hvað er fáses gætirðu spurt þig og hvað gerir maður þar? Þau segja okkur frá því og meiru ásamt þeim fékk ég Andrés Jakob Guðjónsson, Admin á Facebook hópnum "Júróvisjón 2019"