Í þessum fyrsta þætti um ekkert hefja Tómas Ævar Ólafsson og Snorri Rafn Hallsson leit sína að engu. Ferðalagið hefst í efnisheiminum, í bilinu á milli hlutanna. Rætt er við Sigríði Kristjánsdóttur og Þóri Má Jónsson hjá Stjörnuskoðunarfélagi Seltjarnarness um bilið á milli stjarnanna og hvort ekkert leynist kannski þar. Einnig er skyggnst inn í atómið með Sævari Helga Bragasyni og þeirri spurningu velt upp hvort alheimurinn sé að mestu leyti ekki neitt.
Umsjónarmenn eru Snorri Rafn Hallson og Tómas Ævar Ólafsson.