Ekkert skiptir máli

Ekkert skiptir máli


Listen Later

Fyrir nokkru síðan hófst leit okkar að engu. Við horfðum til himins, litum inn í atómið, skoðuðum tilveru okkar í heiminum og hvernig vitundin er ekki neitt. Við veltum fyrir okkur sjálfinu og tóminu og grensluðumst fyrir um hugsunina. Ekkert var hvergi en ekkert leyndist víða. En eftir stendur stóra spurningin: skiptir ekkert máli? Í lokaþættinum hætta þáttastjórnendur sér út á slóð tómhyggjunnar, þar sem ekkert hefur neina merkingu. En það er ekki góður staður til að vera á. Með hjálp Sigríðar Þorgeirsdóttur, prófessor í heimspeki við Háskóla Íslands reyna þeir Tómas og Snorri að stemma stigu við tómhyggjunni og skilja hvernig ekkert skiptir máli. Því ekkert skiptir raunverulega máli.
Umsjónarmenn eru Snorri Rafn Hallson og Tómas Ævar Ólafsson.
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Ekkert skiptir máliBy RÚV