Elly og Raggi voru heimsins bestu vinir. Hún var samviskusemin uppmáluð, hann léttari á því. Þau sungu saman á sjötta og sjöunda áratugnum og svo lágu leiðir þeirra aftur saman á sviðið löngu seinna. Sagan þeirra er hlý og full af væntumþykju. Í þættinum eru bútar úr viðtali sem Þorgeir Ástvaldsson tók við Elly árið 1993. Umsjón: Margrét Blöndal.