Enn er haldið á stefnumót og Siglufirði. Líkt og áður er annar gestur þáttarins þessa heims og hinn fyrir handan og að þessu sinni er það Sverrir Páll Erlendsson fv. íslenskukennari í Menntaskólanum á Akureyri sem situr í hljóðstofu og með honum í anda er langafi hans, Séra Bjarni Þorsteinsson, sóknarprestur, þjóðlagasafnari og tónskáld. Umsjón: Margrét Blöndal.