Hera Fjord leikkona fór að kynna sér sögu langalangömmu sinnar fyrir tveimur árum og hefur nú samið einleik þar sem hún segir frá ævi hennar. Kristínu Jónsdóttur Dalstedt var frumkvöðull og athafnakona sem lét sér fátt ef nokkuð fyrir brjósti brenna. Tónlistin sem heyrist í þættinum er annars vegar flutt af Útvarpshljómsveitinni, stjórnandi Þórarinn Guðmundsson. En hljómsveit Þórarins Guðmundssonar var meðal þeirra sem spiluðu á Fjallkonunni, veitingahúsi Kristínar og svo danska hljómsveitin Winstrup Olesen. Gamlar auglýsingar frá Fjallkonunni, lestur: Arndís Björk Ásgeirsdóttir. Umsjón: Margrét Blöndal.